Ég skrifa þennan kork illa útsofin og einmanna. Gæti verið að ég fari eitthvað að rugla.
Ég fór til London fyrir svona þrem vikum síðan með systur minni og vinkonu okkar að heimsækja stóru systur okkar systrana og fjölskyldu.
Þannig er mál með vexti að maður stóru systur minnar á frænda sem ég þekkti lauslega.
Hafði hitt hann svona einu sinni áður en ég fór núna nýlega. Köllum hann… Ben. En jafnvel þó að ég þekkti hann ekkert það mikið þá sá ég alveg að hann væri voðalega næs gaur og allt. Hélt meira að segja á ferðatöskunni minni fyrir mig. En ég var alls ekkert að pæla það mikið í honum.
En svo skutlaði hann okkur stelpunum (+ litlu frænku) heim og vinkonunni fannst dáldið bera á því hvað hann talaði mikið við mig. En ég var ekkert að pæla í því.
En svo segir eldri systir mín mér að Ben hefði spurt mann systur minnar hvort að hann mætti bjóða mér á pöb. Sem mér fannst btw ógeðslega sætt en ég ákvað að gera mér ekki neinar vonir, gæti verið að hann sé bara vinalegur og ætti jafnvel kærustu.
En svo förum við út á laugardagskvöldi (síðasta kvöldið mitt í Bretalandi) á rúntinn, kíkjum á pöb og fengum okkur svo pizzu áður en hann skutlaði mér heim. Ég held að þetta hafi verið besta deit sem ég hef farið á.
Svo þegar við komum aftur heim til stóru systur minnar hleypti hann mér inn (hann var með lykil en ég ekki) og við kysstumst.
Hann sagði mér svo að hann ætlaði að biðja systur mína um e-mailið hjá mér og hann biði spenntur eftir því að ég kæmi aftur. Sem gæti verið núna í sumarlok.
En vegna lélegra samskipta á milli okkar (hann á hvorki tölvu né gemsa (nennir stundum ekki einu sinni að svara)) hef ég ekkert heyrt frá honum eftir þetta nema þegar hann sendi mér sms, í síma sem ég, X og Y notuðum meðan við vorum úti, daginn eftir. Ég var reyndar farin á flugvöllinn þegar hann sendi það en systir mín áframsendi það. Svo heyrði ég að hann hefði verið dáldið svekktur yfir því að ég svaraði aldrei sms-inu. Hélt að ég hefði ekki skemmt mér vel. En systir mín náði að lagfæra þann rugling.
Nú komum við að vandamálinu:
Alveg síðan á þessu laugardagskvöldi hef ég haft… tilfinningar til Bens. Ég veit ekki almennilega hvernig tilfinningar. Nema kannski söknuð, því að mig langar virkilega mikið að hoppa upp í næstu flugvél og fara til hans. Jafnvel þó að það væri bara til að sjá hann.
En það verður dáldil bið á því.
Ég veit bara ekki hvað ég að gera núna. Mér finnst óþægilegt að finna fyrir einhverju svona… miklu til einhvers sem ég hef bara farið einu sinni á deit með.
Svo hef ég líka verið að pæla. EF við myndun nú byrja saman? Ben í Englandi og ég á Íslandi. Getur það nokkurntíma virkað? Jafnvel þó að ég ætli mér að flytja út eftir 2-3. ár.
En núna finnst mér eins og ég hrýfist ekki af neinum núna nema honum. Ég er meira að segja hætt að vera hrifin af strák sem ég var frekar skotin í þegar ég fór út.
Æi, ég verð bara að opna mig. Plís engin skítköst.