Fyrir meira en ári síðan kynntist ég þessum stráki. Við byrjuðum að deita af einhverju viti en svo gekk það ekki vegna fjarlægðinar á milli okkar og annnan. Hættum að hafa samband okkar á milli. Svo á þessu ári byrjuðum við aftur að hafa samband okkar á milli en þó ekkert meira en msn og sms. Svo fórum við að hittast. Glápa saman á góðar myndir, einstökum sinnum döðrum við við hvort annað og nokkrum sinnum gistum við saman en þá oftast þegar við höfum verið á skrallinu niðrí bæ. Samt ekki lesa útúr þessu að hann vill bara ríða og búið því samband okkar er engan vegin kynferðislegt. Við endum bara oft saman eftir djamm, döðrum, kyssumst og sofum bara. Afar sjaldan kemur það fyrir að eikkað kynferðislegt gerist, samband okkar heufr aldrei verið þannig kynferðislegt.
Þessi strákur er að vissu leyti lokaður. Samt ekki þessi töffara-týpa. Mig langar að kynntast honum meira. Eyða með honum öðrum tíma en bara á msn og seint á nóttunni. En ég er bara svo hrædd um að ef ég gerist ágengari þá hræði ég hann í burtu. Satt að segja veit ég ekki hvað ég á að gera. Eina sem ég veit er það að mér líkar mjög vel við hann. Ég sé miklu meira við hann en bara útlitið, hann hefur að geyma frábæra persónu.
En er ég kannski að standa í einhverri bevítans vitleysu hér?
Hvað finnst ykkur?