Hvað er ást?

Þetta er spurning sem ég spyr sjálfa mig á hverjum degi!
Er ást bara orð sem við trúum á eða bara tilfinning sem við höldum að sé til af því að við sjáum hana í bíómyndunum? Hvort er ást af hinu góða eða hinu illa ef hún er til? Hvort er það unaðslegt að vera ástfangin eða óbærilegt? Og hvenær vitum við með vissu hvenær við erum ástfangin (ég er að tala um okkur á unglingsárum) ef að við vitum ekki hvað ást er?

Það getur enginn lýst ást því engir tveir upplifa hana eins. En hvað ef við eru bara að blekkja okkur? Hvað ef þetta er allt ímyndun? Hvað ef að við höldum bara að við séum ástfangin af því að við erum alltaf að hugsa um aðilann. Eða af því að við lifum ekki helgina af án þess að hitta hann/hana.

Það er búið að festa það í okkur að sértu ástfanginn getur þú ekki hætt að hugsa um aðilann og að þú getir ekki lifað á hans. Og hvað ef þú elskar einhvern hvernig áttu að vita hvort hann /hún elski þig eða er hrifin af þér líka?? Eða það sem er verra, að þú elskir einhvern og veist að hann/hún elskar þig ekki. Og svo hvað ef þú ert ástfangin/n en vilt það ekki því að hinn aðilinn elskar þig ekki? Þú vilt ekki særast.

Ást er sennilega flóknasta tilfinning mannsins. Ást er mikli meira en einhver fiðringur í magan og að hafa stjörnur í augunum. En samt getur enginn lýst ástinni því enginn skilur nákvæmlega hvað ást er.


Þetta er pæling hjá vinkonu minni…og mér finnst þetta ansi góð pæling… Hvað er Ást og hvernig getum við Skilgreint hana??