Smá útrás?
Maður veit í rauninni aldrei við hvern maður á að tala um svona mál, en jæja.. hví ekki að deila því með netinu?
Málið er að ég er ógeðsleg og hræðileg manneskja. Þurfið ekki að segja mér það, gerði mér sjálf grein fyrir því.
Ég þekki strák. Frábæran strák, og þessi strákur hefur alltaf staðið með mér og hefur alltaf studd mig og hjálpað mér, hann hefur líka sært mig reyndar.. en það gengur og gerist. Þessi strákur er mér í rauninni allt, hef gengið of mikið í gegnum með honum til að hætta að hafa samband við hann og ég hef gengið í gegnum of mikið með honum til þess að hætta að elska hann.
En við erum hætt saman, því ég gat ekki höndlað fjarlægðarsamband, og við hættum saman fyrir 4.mánuðum.
Svo gerðist það í seinustu viku að ég fékk smá áhuga fyrir öðrum strák, ég varð skíthrædd. Útaf því ég vissi að minn fyrrverandi væri enn hrifinn af mér og ég vissi að hann væri þunglyndur, svo ég var að reyna að hafa þennan áhuga þannig að ekkert myndi gerast úr honum, en ég gerði þau mistök (og ekki mistök) að segja bestu vinkonu minni frá þessum áhuga, sem sagði auðvitað stráknum frá því að ég hefði líka áhuga á honum (flókið?)
Svo á föstudaginn varð ég full, heck.. allur skólinn varð fullur. Svo að maður varð ansi laus í kjaftinum, og var þar á meðal þessi strákur sem ég hafði smá áhuga á líka.. svo auðvitað kyssti maður hann.
Svo daginn eftir hitti ég hann og þá man ég bara hvað ég er búin að vera einmanna, manni langar í rauninni bara að hafa einhvern til að halda utan um mann og segja manni að maður sé ekki alveg hræðilegur, svo ég fékk meiri áhuga á honum og við byrjuðum saman.
Ég hef aldrei getað haldið leyndarmálum vel frá mínum fyrrverandi, svo ég sagði honum frá þessu. Hann tók þessu verr en ég bjóst við (To do list: búast við því versta og vona það besta). Og ég varð svo reið og ég varð svo sár þegar hann ætlaði að drepa sig að ég bara.. ég bara missti mig, ég fór að gráta og svo framvegis, og í dag var ég alveg ógeðslega leiðinleg við hann… Lagaði ekki málin, síður en svo.
Og allan tíman sem ég er með mínum kærasta er ég með samviskubit, og ég er bara ekki að losna við þetta andskotans samviskubit!
Veit það ekki.. vanntaði bara smá útrás.