Weeeeeeell…
Voðaflókin baksaga, tæki fremur langan tíma að skrifa hana niður :)
Allavega… Ég átti kærustu, en þurftum að hætta saman af leiðinlegum ástæðum en erum samt bæði ástfangin :)
Og well… Þó við séum ekki saman held ég sambandi við hana (þetta var fjarlægðarsamband) og reyni að tala við hana daglega í síma. Verst er bara að stundum þegar líður langur tími á milli þess sem ég tala við hana þá sakna ég hennar svo gííífurlega…
Einsog núna er ég alveg að farast úr söknuði, til að halda því eitthvað niðri hef ég verið að skoða minningar sem eru aðgengilegar í tölvunni og bara hugsa svona um góðar minningar…
En þegar mjög mikill tími er liðinn fer ég að sakna hennar það mikið að það virkar ekki alveg að skoða þannig… Og hvað er hægt að gera við svona söknuði?
Bara svona… Pæling, hvort einhver viti einhver góð ráð handa mér :)