Ég skil þig mjög vel. Ég er að ganga í gegnum mjög svipaðan hlut og þú, og það m.a.s. í annað skiptið. Ráð mitt til þín er hins vegar bara að drekkja þér í álagi. Farðu út, hittu vini þína, fáðu þér aukavinnu, finndu þér fleiri áhugamál, bara hvað sem er. Svo framarlega sem þú hættir að hugsa um hana. Það er að hjálpa mér mjög mikið. Bara að gefa sér ekki tíma til að hugsa um hana.
Þetta virkaði í fyrra skiptið mitt, en ég er ennþá að vinna í þessu seinna skipti, þar sem í seinna skiptið áttum við svo sterk vináttubönd fyrir. Mér finnst líka erfiðara að segja manneskjunni upp, þar sem maður hættir aldrei að spá í hvort maður hafi gert réttan hlut, eður ei.
“If there is a will, there is a way”. :)
En þetta snýst nú ekki um mig, þar sem það ert þú sem ert að biðja um ráð. En ég ákvað að upplýsa þig um það að ég væri að kljást við svipaðan hlut og þú.
En gerðu eitt. Ekki hugsa og vona að það eigi eftir að gerast eitthvað á milli ykkar aftur í framtíðinni. Það gerir bara illt verr, þar sem þá ertu aftur kominn á byrjunarreit, þ.e. að hugsa um hana. Ég veit það eiga alltaf eftir að koma einhverstaðar eyður, þar sem þú átt eftir að hugsa um hana, þar sem allt í umhverfinu örvar minnið manns, og maður byrjar að rifja upp góðu stundirnar sem maður átti með henni. En vertu sterkur! Þú getur þetta, rétt eins og allir aðrir!
Gangi þér annars bara allt í haginn. :)
Gaui