Ég var svona að pæla, hvort það sé í alvörunni hægt að verða ástfangin(n) eða bara hrifin(n)af manneskju í gegnum netið?

Ég hef hitt manneskju sem ég kynntist í gegnum netið en hafði samt hitt hana einu sinni áður og hún var allt önnur manneskja en ég hélt hún væri. Höfðum áður sagt ýmsa hluti við hvort annað. Hefði ekki sagt þetta hluti við hann ef ég hefði þekkt hann í persónu áður. Ekki það að mér líki eitthvað verr við hann en áður, bara ekki á þann hátt sem ég hélt ég gerði..

Satt að segja þá finnst mér það hálfasnalegt að verða ástfangin(n)/hrifin(n) í gegnum netið. Það virkar svo .. desperred eitthvað. Annars er það bara mín skoðun svo þið sem hafið orðið ástfangin eða hrifin í gegnum netið, ekki koma með skítakomment á það :) En ég held þetta sé bara komið gott núna .. :D

———

Skoðanir eru eins og rassgöt, allir eru með þau.