Mér finnst ekkert að því ..ég veit um mörg pör sem hafa byrjað saman eftir að þau kynntust á netinu. Ég hef líka kynnst slatta af fólki í gengum netið og ég get ekki sagt að ég sjái eftir því :)
Ja, mér finnst það hljóma frekar sorglega þegar fólk segist hafa kynnst á einkamál.is eða eitthvað þvíumlíkt. Ég hef samt ekkert á móti því að fólk geri þannig, þó ég myndi aldrei gera það. Auðvitað er alltaf gott þegar fólk verður ástfangið, sama hvernig þau kynntust.
Ég verð samt að viðurkenna að ég kynntist einum af mínum allra bestu vinum í gegnum netið og ég sé alls ekki eftir því. Það er samt auðvitað munur á vinasamböndum og ástarsamböndum í svona…
ÉG kynntist mínum manni í gegnum netið..erum búin að vera saman í næstum 3 ár, komin með íbúð og lifum góðu lífi. Við kynntumst með því hugarfari að vera vinir og spjallið eitt og sér leyfði okkur að sjá hver við í raun og veru vorum,, svo kom útlitið á eftir þannig að mér finnst oft mjög gott að fólk kynnist svona því það eru svo margir sem dæma fyrst eftir útlitinu:)
Ef þú villt hreinskylni frá mér. Þá finnst mér svoldið leim að kynnast ástinni í gegnum netið. Ekki taka þessu alvarlega þetta er bara mín skoðun og persónulega hef ég aldrei verið í sambandi :( hvað þá sem ég hef kynnst í gegnum netið?
En hins vegar þá lenti ég í því að einhver addaði mér inn á msn, og ég talaði alveg slatta við þann gaur í svona..mánuð. Ooooog núna segist hann elska mig. HAHAHAHAHA.
Það breytir auðvitað öllu hvort maður hafi hitt manneskjuna áður eða hún tengist einhverjum sem maður þekkir. Þá er frábært að tala saman á netinu fyrst, sumir eru of feimnir í alvöru :P
Annars finnst mér alltaf frekar varasamt að vera að hitta fólk sem maður veit ekkert um og gæti alveg eins verið einhverjir netperrar :S
Nei alls ekki, mér finnst það bara ein leið af mörgum til að kynnast fólki. Svo er kannski annað mál að hitta manneksjuna EF að maður veit lítið sem ekkert um hana.
Hvað finnst þér ef maður hefur þekkt hann í svona 2 ár án þess að hitta hann og maður veit mikið um manneskjuna.?? Vinkona mín er nefninlega að spá í að hitta einn strák.
Tja….ef að hún þekkir hann vel og hefur jafnvel séð myndir af honum þá finnst mér það sjálfsagt mál. En svona kannski til að byrja með er ekki gott að fara strax heim til hans eða hann heim til hennar, fara kannski frekar í bío eða e-ð annað almenningsdóterí.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..