Ég vil bara byrja á einni spurningu, hvað er málið með lygar ?
Það er eins og fólk þrífist á lygum og óheiðarleika.
Mitt vandamál er allavega þannig að í samböndum sem að ég hef verið í þá eru lygarnar alveg að klúðra öllu og gjörsamlega öllu, ég var með yndislegum strák vorum saman í tvö ár og við vorum mjög ástfangin og áttum allt fyrir okkur en einhvernveginn fannst honum alveg sjálfsagt að ljúga, um allt.
Byrjaði auðvitað lítið en varð svo verra og verra þannig að sambandið var ekki lengur til staðar, ekkert traust, ekkert nema endalaus rifrildi sem að áttu enga byrjun og engan endi og þetta var hræðilegt brake up. En málið er að núna er ég með nýjum og ég var búin að þekkja hann áður en við byrjuðum saman og ég var viss um að ég mundi aldrei lenda í þessu með honum, en ég er farin að taka eftir því að þetta er að lenda í sama fari og í fyrra sambandinu.. ..
ég veit að þetta er allt saman voða langdregið og óskiljanlegt en ég bara .. get ekki lent í þessu aftur, ég er ný farin að treysta aftur og þá er þetta allt að fara að gerast all over again .. eru lygar ekkert mál.. eða er ég að taka þessu svona alvarlega eða hvað ? eru þeir ekki þess virði ef að þeir ljúga svona hrikalega, og brjóta loforð og bera enga virðingu fyrir mér, er ég bara að væla ? eða hvað finnst ykkur ?