Eruð þið manneskjur sem eigið erfitt með að opna ykkur og þegar þið gerið það eruð þið hræddar um það að missa manneskjuna sem þið opnuðuð ykkur fyrir, ég er svoleiðis manneskja.
Hafið þið einhvern tímann lent í því að opna ykkur og svo stuttu seinna hefur allt hrunið aftur, það hefur gerst fyrir mig í rauninni í hvert sinn sem að ég hef opnað mig fyrir einhverjum og tjáð honum tilfinningar mínar.
Ég er svona manneskja sem finnst gott að tala um hvað sem er og bara fá útrás fyrir allt þetta sem er í gangi í hausnum á mér og í rauninni hef ég mikla þörf fyrir það en ég get þetta bara þegar ég hef náð að opna mig fyrir einhverjum. Fyrir stuttu opnaði ég mig fyrir manneskju sem að mér fannst og finnst enn vera mögulega eina manneskjan í heiminum sem að ég hef getað talað almennilega við.
Þetta var alveg rosalega góður tími, við töluðum saman á næstum hverjum einasta degi og þá hefði lífið ekki getað verið betra. En nú þegar þetta er allt hrunið veit ég ekki hvernig ég á að haga mér, hef engann til þess að tala við. Ég held að ég sé ennþá góður vinur þessarar stelpu enn í dag en ég er bara ekki samur því það er svo erfitt að eiga einhver sem skilur sig eina stundina en þá næstu er hann horfinn.
Ég gerði mér sennilega ekki grein fyrir því hvað ég átti gott með að fá að hafa þessa manneskju til þess að tala við til þess að snerta til þess að finna lyktina af en nú er það að allt horfið, hún er að jafna sig eftir fyrra samband og er bara ekki tilbúin í þetta, hún er sennilega eins og ég bara hrædd við það að opna sig og að eiga einhvern að.
ég er alls ekki að reyna að fá ykkur til þess að vorkenna mér, mig langaði bara að fá útrás fyrir þessar tilfinningar til þessarar manneskju, sama hvort hún eða vinir hennar muni nokkurn tímann lesa þetta ef svo er er það besta mál, því við skildum í sátt og samlindi
Takk fyrir mig; Flasa