einmanna?
Er eðlilegt að vera einmanna þegar maður er í föstu sambandi? Hann hringir sjaldan og ég þarf yfirleitt að hafa frumkvæðið að því að gera eitthvað saman. Hann lætur mig aldrei vita ef hann er seinn eða jafnvel þegar hann kemst EKKI og ég er orðin alveg ógeðslega þreytt á þessu. Ég hef verið með honum í 2 1/2 ár og þetta hefur verið svona mest allan tímann. En núna nýlega hef ég verið að taka eftir því að ég er frekar einmanna…sé hamingjusamt fólk á göngu og vildi óska þess að þetta værum við kærastinn. Ég er jafnvel farin að taka eftir örðum strákum! Mig langar til að byrja með að fá éinhver ráð frá ykkur til að geta breytt þessu ástandi…