Svo þegar gert var hlé á samkomuni gekk hún til mín og sýndi mér hvar hún sat, ákvað ég þarna að halda samt kyrru fyrir í mínu sæti enda drullufeiminn og var næstum hlaupinn út stuttu áður þar sem ég hugsaði með mér að ég hefði aldrei átt að mæta á þessa samkomu bara til að hitta einhverja stelpu. Enn þegar samkomunni lauk kom hún aftur til mín og kom með mér á rúntinn í framhaldinu og enduðum við á að fara heim til mín um kvöldið og horfðum við á George of the jungle saman. Í framhaldi af því ræddum við aðeins saman og endaði með því að hún sofnaði við hlið mér, vaknaði ég svo aftur um hálf fimm um nóttina þegar hún hljóp heim til sín.
Hafði ég svo samband við hana aftur næsta dag og ákváðum við að hittast aftur og svona gekk þetta næstu daga, þ.e. að við reyndum að vera sem mest með hvort öðru. Að kvöldi fyrsta apríl fékk ég svo SMS frá henni þar sem hún spurði: hvað myndiru segja ef ég bæði þig um að byrja með mér.
tók ég mér svoldin tíma í að pæla í þessu og fyrsta sem mér datt í hug var að mamma hennar hefði beðið hana að spyrja til að vita hvað væri í gangi, enda datt mér í hug að henni væri ekki alveg sama þar sem ég var nú fjórum árum eldri en hún og er, svaraði ég já eftir langa umhugsun og gekk mér illa að sofna það kvöldið þar sem ég var standslaust að hugsa um hvort hún meinti þetta eða ekki, enda var það fyrsta spurning mín til hennar daginn eftir hvort þetta hefði nokkuð verið aprílgabb, en hún svaraði neitandi og var ég mjög feginn að hafa ekki verið hafður að fífli með því að svara einni spurningu. Svo gekk þetta áfram og gerðum við fátt annað en rúnta heilu kvöldin því bæði vorum við svo feimin og vorum bara ré í að kynnast almennilega.
Og flutti hún inn til mín fljótlega eftir þetta.
Varð síðan úr að ég kynntist fjólskyldunni hennar svolítið áður en hún kynntist minni almennilega minnir mig.
En svo líður tíminn og vorum við búina að vera saman í sirka hálft ár þegar við ákváðum að trúlofa okkur og vorum við mjög hamingjusöm með það. En eins og með allt gott þá kom smá bakslag og slitum við trúlofunni í þrjá mánuði og hún flutti aftur heim til sín.
Enn við náðum að komast yfir þetta og settum hringana aftur og höfum verið með þá síðan og tók ég minn niður fyrst um daginn þegar ég var hættur að geta hreyft hann og náði honum af með erfiðis munum, enda fór ég og lét stækka hann eftir það þar sem ég ætla að bera hann áfram og ekki viljað breyta neinu um það þó margar ástæður hafi gefist til þess.
Þetta er mín frásögn af sambandi mínu við kærustuna mína og vona ég að hún geti orðið öðrum sem eru hjálpar þurfi á þessu sviði einhver hjálp eða skemmtileg
lesning fyrir alla hina.
Það er illt að heita strákur og vinna ekki til.