Persónulega finnst mér gaman að fá allt efni hingað inn svo lengi sem það sé tengt rómantík. Þessar smásögur fjalla allar um ástina, sorgina og falla þær því allar undir rómantík. En ef fólki finnst ekkert varið í að fá smásögur hingað inn þá auðvitað hætti ég að samþykkja þær og sendi þær beinustu leið á smásöguáhugamálið. En hingað til finnst mér samt sem áður meirihlutinn vera nokkuð ánægður með þetta.
Fólk er auðvitað ekki að senda þær hingað inn til þess að fá sömu gagnrýni og það fengi á smásöguáhugamálinu, heldur til þess að deila sinni sögu, reynslu eða bara gefa innsýn í sitt heilabú í formi sögu.