Ég var að hitta vinkonu mína í gær eftir eins árs hlé frá hvort öðru og jafnvel meira, því að við lentum í útistöðum við hvort annað á þeim tíma. Mér þykir virkilega vænt um þessa manneskju og ég er að fara til Kanada núna 17.maí og ég verð að segja eins og er að ég er hræddur við að fara út. Þannig er mál með vexti að ég hitti hana í gær eins og áður sagði og var þetta vandræðalegt fyrstu 1-2 mín, held ég, en eftir það, þá fórum við að spjalla saman eins og ekkert hefði í skorist. Við fengum okkur göngutúr og löbbuðum dágóðann spotta og vorum bara að ræða um lífið og veginn. En í sömu andrá og ég sá hana brosa og hlægja, þá komst ég að því hverju ég hafði verið að missa allan þennan tíma og mér leið einkennilega. Ég varð tómur að innan. En eins og ég segi þá hitti ég hana í gær og ég vildi segja henni hug minn til hennar, en ég bara hafði ekki kjark til þess, þar sem að ég hélt að ég myndi gera einhver stór mistök, þar sem að hún var að hætta með kærastanum sínum, sem að er frábær náungi, annað en ég og ég vildi ekki særa hana með því að vera að nefna þetta við hana hve mikið mér þótti vænt um hana. En eftir göngutúrinn kvaddi ég hana á heldur asnalegan hátt, því ég vildi ekki gera nein mistök og dreif mig heim. Þar komst ég að því að ég á enn möguleika í þessa stelpu, þó að þeir séu litlir sem engnir, þar sem að vinkonur hennar eru víst með andúð á mér því ég kom svo illa fram við hana áður fyrr. Ég vill bara fá tækifæri til að vera með henni aftur, vera til staðar fyrir hana þegar að á móti blási hjá henni o.s.frv, en ég er bara svo hræddur um að þegar að ég fer til Kanada þá eigi hún eftir að redda sér einhverjum strák í millitíðinni og þar með er minn möguleiki búinn. Ég er bara að reyna að sýna henni fram á að ég hef þroskast frá því fyrir einu ári og einhverjum mánuðum síðan. Ég gæfi allt til að fá að vera með þessari stelpu, þar sem að hún er allt sem ég þrái í stelpu, sem sagt falleg, gáfuð, hefur svipað steiktan húmor og ég, en ég ætla ekki að telja upp meira af þessu þar sem að þið eruð örruglega komin með leið á að lesa þetta. Annars þá væri gott að fá einhver ráð….
Vona líka innilega að hún lesi þetta ekki þar sem að hún er væntanlega að lesa undir próf og að það á örruglega eftir að gera út um vonir mínar um að hitta hana aftur. Ekki segja mér að það séu svo fleiri fiskar í sjónum, þar sem að ég er bara að sjá einn fisk sem stendur uppúr núna og það er hún. Ég bind samt vonir mínar við að hitta hana á afmælisdaginn hennar.
Annars þá ætla ég að hætta þessu væli og biðja um ráð ykkar en og aftur.
Summi kveður……