veit ekki afhverju en það er eitthvað að mér. alltaf þegar ég verð hrifinn af stelpu þá langar mér alveg fáááranlega mikið í hana, síðan ég fæ hana þá hef ég einhverneiginn voooðalega lítinn áhuga á henni.
þegar ég er að tala um að þegar ég fæ hana þá er ég ekki að meina sofa hjá henni kannski heldur bara ef ég veit að hún er hrifin af mér og við höfum kyssts og ég veit að ég get byrjað með henni. þá einhverneiginn missi ég álitið og verð eiginlega tilfinningalaus.
var frekar hrifinn af einni stelpu sem endaði svo að ég byrjaði með henni fyrir stuttu. en um leið og þá er ég að tala um leið og ég byrjaði með henni þá hætti ég að vera hrifinn af henni. ég veit ekki hvort ég eigi að hætta með henni eða halda áfram að vera með henni og sjá hvort ég verði hrifinn af henni aftur. ég veit að ef ég hætti með henni þá á hún eftir að verða ótrúlega leið og ég vil það alls ekki. en ég vil heldur ekki vera í sambandi sem ég finn ekki fyrir neinum tilfinningum, en ég veit ekki hvort ég eigi að hætta í þessu sambandi þar sem ég veit ekki hvort ég geti hvort eð er einhverntíma borið tilfinningar til stelpu sem fílar mig á móti.
Ps: þetta suckar!