Þetta á kannski ekki heima hérna, en mér fannst það við hæfi.
Litli naggrísinn minn, Sir Edgar Enok (stórt nafn fyrir stóran persónuleika en lítinn grís), er að deyja.. Akkurat núna liggur hann í fanginu á mömmu minni og við bara bíðum. Ég er búin að gráta svo mikið að ég er hálfdofin.. Hann fæddist í kringum 20. Júlí árið 2003. Ég fékk hann í mína umsjá 17. Ágúst 2003. Hann er búinn að vera yndislegur grís. Ég gæti ekki ímyndað mér hann betri! En undanfarið er hann búinn að kljást við tannsjúkdóm sem hefur dregið hann rosalega niður á stuttum tíma hefur hann lést úr 1200 gr í 800.. Í dag var eins og skyndilega liði yfir hann, systir mín heyrði hljóð í búrinu hans og þegar hún leit inní það lá hann á hliðinni eins og hann væri bara dáinn.. Mín fyrstu viðbrögð þegar hún sagði: “hann er farinn” var að öskra nei og láta mig falla á gólfið.. Núna er spuringin bara hvenær hann fer. Ef hann fer ekki sjálfur núna verðum við hreinlega að svæfa hann, ekkert líf er betra en það líf sem hann á í vændum ef hann lifir, hann er fæddur í gegnum sprautu og liggur allan daginn..
En þessi litli grís hefur hjálpað mér í gegnum mikið, hann huggaði mig þegar mér leið illa. Og svo var hann eistaklega fjörugur og góður, hann sat oft á tíðum á sófabakinu í stofunni og fylgdist með heimilisfólki, líkt og hann ætti okkur öll.
Ég vil bara með þessu kveðja hann og segja honum að þó ég trúi ekki á guð, vona ég að einhver, einhversstaðar eigi stað fyrir litla grísaengilinn minn!
Ég elska þig Eddinn minn.