Jæja halló hugarar.
Aðeins að deila með ykkur ákaflega asnalegu símtali.
Ég var að labba heim úr skólanum í hádeginu þegar það byrjaði að snjóa. Jeij hugsaði ég - ekki. Og þá varð mér kalt svo ég krosslagði hendurnar svona, þiðvitið, til að hlýja mér og einhvernveginn lentí síminn minn í klessu og ég virðist hafa rekist eitthvað í takkana. Síðan heyri ég svona *duuud* þúst í símanum (greinilega á loudspeaker), hann var að hringja eitthvað og það stóð svona Call 1. og ég bara fokk haha hvert var ég eiginlega að hringja? svo ég legg á og kíki á dialled numbers:
og þar stendur. Númerið hjá mínum fyrrverandi.
og ég svona shiiit! Ég hefði getað hringt óvart í ömmu og afa - eða bestu vinkonu mína. En NEI ég þurfti að hringja í manneskju sem ég er svo alls ekki tilbúin í að tala við strax - eða þúst ég er ekki búin að jafna mig eftir ástarsorgina nógu og mikið til að geta hringt og spjallað eins og þroskuð manneskja.
En síðan fór ég fljótlega bara aftur út í skóla og sagði fólki frá þessum “sjokkerandi” atburðum. Og svo kem ég heim rétt yfir 4 og þá fæ ég sms: Varstu að hringja? og þá byrjaði ég að skrifa sms til að reyna að útskýra hversvegna ég hringdi - sem endaði með því að ég hringdi bara í hann og útskýrði það frekar en að skrifa bara “ég hringdi óvart” í smsi.
En það varð ekki skárra en það að ég byrjaði á að segja hæ og hvað segiru og síðan bara: ,,uu já ég hringdi sko eiginlega óvart bara“
og ég svona fokk nú heldur hann að ég vilji ekki tala við sig (sem er nottla ekki satt því mér finnst mjööög svo vænt um hann ennþá)
þannig að ég bætti eitthvað við: ,,eða þúst jú ekki það að ég hafi ekki viljað tala við þig ég ætlaði bara ekki að hringja í þig fyrr en eftir samræmdupróf..”
og í staðin fyrir að stoppa bara þarna hélt ég áfram að tala um eitthvað þannig, reyndi að útskýra þetta sem gerðist sem varð til að ég hringdi óvart, fór að tala um eitthvað sem honum var líklegast alveg 100% sama um á þessum tímapunkti og þar að auki talaði ég svo hratt að ég sjálf hefði átt erfitt með að skilja mig.
Í guðanna bænum segið mér að þetta eigi eftir að lagast. Ég er nefnilega hætt að geta talað við hann þið vitið - eðlilega.
Kveðja
Mjög not svo eðlileg bollasúpa.
og já - það eru enskuslettur og mér er alveg sama - thats just me :)