Hæhæ.
Það er erfitt að vera frá þeim sem maður elskar, sérstaklega til lengri tíma. Margir hafa kallað mig kolklikkaðan fyrir að vera í eins extreme fjarlægðarsambandi og ég er í núna, með um 9.000 kílómetra milli mín og stelpu minnar og að við höfum ekki hist í nærri því tvö ár. Engu að síður ræktum við okkar samband nær daglega og það hefur gengið mjög vel hjá okkur, miklu betur en ég hafði nokkurn tímann vonast til. Margir hafa spurt mig hvort þetta sé ekki erfitt og af hverju ég finni mér aðra stelpu, en hún er hin rétta fyrir mig og ég get ekki séð mig í sambandi við neina aðra þangað til eitthvað annað kemur í ljós… sem hefur ekki komið fyrir hingað til.
Lykillinn að þessari velgengni er gagnkvæmt traust til hvors annars. Ég veit að hún hefur hafnað hverjum einasta karlmanni sem hefur leitað til hennar, og þá er ekki hægt að telja með fingrum beggja handa, því hún vill engan annan en mig, sama hversu erfitt sambandið getur reynst, og að sama skapi treystir hún mér fullkomlega til þess að vera henni trúr sem ég hef verið síðan við kynntumst og sé ekki fram á að trúbrestur verði til staðar í framtíðinni.
Tilhugsunin um að hitta hana aftur er gríðarleg og við teljum niður dagana sem það gerist næst… enda líklega ekkert sem gefur manni jafn magnþrungna tilfinningu en að hitta þá manneskju sem maður elskar eftir langa fjarveru.
Vona að þetta svari einhverju.