Ég get stundum verið svo vitlaus! Ég á það til að blanda mér inní mál sem koma mér lítið við eða þá að gera stór mál útaf engu … Og oftar en ekki bitnar þetta á kærastanum mínum! :(
Ég hugsa stundum ekki áður en ég framkvæmi hlutina og þegar það er búið og gert þá fatta ég allt í einu að ég hefði aldrei átt að gera þetta/segja þetta útaf því hversu mikið það bitnar á kærastanum mínum og líka bara hversu fáránlegt þetta var hjá mér!
Núna t.d. er hann ekki 100% sáttur við mig. Ég er búin að biðjast afsökunar og hann segir bara “já”… Ég þekki þegar hann er ekki sáttur en ég er ekki mjög góð í láta hann vera sáttan eða fá hann til þess að gleyma því sem ég gerði/sagði…
Hvað get ég gert?
Er einhver sem þekkir þetta vandamál og er búin/n að finna leið til þess að laga það?
Öll ráð eru vel þegin en þið sem ætlið að koma með skítköst getið alveg sleppt því að svara ;)
Vona líka að þið skiljið það sem ég er að fara … Ég tala soldið undir rós og ég get ekki sagt nákvæmlega það sem ég gerði/sagði … En það tengist honum ekki beint, það bitnar eiginlega bara á honum.. Þetta er ekki e-ð ófyrirgefanlegt eins og framhjáhald og fleira í þeim dúr, þetta er eiginlega bara fljótfærni og e-ð sem hefði betur verið sleppt að gera/segja! :)