Hmm… Ég hef svona, eiginlega heilsuvandamál. Sem væri fínt að fá smáhjálp við. Ég set þetta á /romantik því þetta tengist rómantík.
Alltaf þegar ég fæ mikla höfnunartilfinningu frá stelpunni sem ég er ástfanginn af (við höfum verið saman og samt ekki í soldinn tíma) þá æli ég. Þegar við rífumst mikið eða lítur útfyrir að hún vilji ekki tala við mig lengur, alveg sama þó ég viti að hún elski mig, alltaf þegar ég fæ mikla höfnunartilfinningu þá æli ég. Ég missi matarlystina og get ekki lært. Ég missi áhuga á að gera nokkurn skapaðan hlut. Það fylgir alveg svona ástarsorgardóterí, ég veit það. En ég vildi bara geta sett mat ofan í mig og þannig, svona til að ná að lifa af… Ef ég myndi borða núna myndi ég æla því strax upp.
Þetta er alveg að fara með heilsuna. Ég lít hörmulega út núna og er ekki að gera neitt í því. Veit að ég ætti helst að hafa mikið að gera og vera mikið með vinum, hef bara ekki möguleika á að hitta vini næstu daga mikið og sama hvað ég vil gera eitthvað þá fæ ég mig ekki til þess. Of erfitt…
Einhver ráð til að ýta mér af stað, og eitthvað sem gæti gert eitthvað gott við magann á mér?
Fyrirfram þakkir.