ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja þannig að ég segi það bara hreint út.
Stelpan sem ég hafði elskað og fórnað öllu fyrir í meira en tvö ár hætti með mér fyrir tveim mánuðum.
rúmlega viku eftir að hún hætti með mér byrjaði hún með öðrum… (hún fer sínar leiðir)… þeir sem halda að ást sé ekki til hafa einfaldlega ekki kynnst henni… það er ALVEG sama hvað hún segir við mig og ALVEG sama hvað hún gerir, tilfinningar mínar til hennar dofna ekki neitt. því miður (eða sem betur fer?) get ég ekki með nokkru móti lýst því með orðum þvílíkar vítiskvalir það eru. allan fjandans liðlangan daginn get ég ekki hugsað um neitt annað en hana. ég hef reynt eins og ég get að lifa án hennar en ég bara get það ekki… ég hef alvarlega íhugað að binda endi á líf mitt því ég sé enga leið út og ég sé ekki tilgang með neinu lengur. misalvarlega eftir dögum íhuga ég það en alltaf eitthvað á hverjum degi.
ég veit að margir halda að hún sé ekki þess virði, það séu fleiri fiskar í sjónum o.þ.h. ég veit að það er almenn skynsemi að hugsa svona. en því miður þá lætur ást mín til hennar ekki segjast.
þetta er í MJÖG stórum dráttum. ég held að það hafi enginn þolinmæði í að heyra allt.
vonandi nennti samt einhver að lesa þetta… ég vona að einhver geti hjálpað mér, einhvern veginn…