Hvernig hún getur snúið manni á alla kanta, flækt tilfinningar manns í hnút og umturnað öllu lífi mans.
Ég er búin að vera að spá hvort það sé ekki hægt að bara láta allt svoleiðislagað eiga sig, sætta sig bara við að vera einn og vera hamingjusamur þannig. Ég held að maður lifi ekki lífinu án ástar, held að maður sé einfaldlega á lífi en ekki lifandi.
Ef maður verður síðan ástfanginn en fær ekki þann sem maður vill þá fyrst verður það svart. Maður verður hálf veikur, hafið þið pælt í þessu, kannski er það bara ég en það er hálfpartinn eins og ást sé næringarefni allrar heilsu og það sem ‘ulimately’ heldur okku gangandi.
Skil síðan heldur ekki afhverju fólk notar. Það er algjörlega að gefa fólki falskt öryggi. Telja því trú um að þú sért að gefa því nærginarefni og vítamín þegar þau í rauninni byrlar því eitri.
Held það allra ógeðslegasta sem nokkur manneskja getur gert annarri manneskju sé að ljúa, svíkja og nota í ástar málum (það er vissulega lítið skárra í öðrum málum).
Maður verður svo ofboðslega viðhvæmur fyrir högginu þegar það kemur því maður var ekki lengur á varðbergi, hélt að maður hefði öryggi, og höggið skellur síðan þegar mann síst skyldi gruna.
Ojæja, ég er semsagt bara eitthvað að tjá mig og hugsa ‘upphátt’. Enginn tilgangur með þessu svosem… Held ég hugsi alltof mikið:P
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]