Góða Kvöldið…eflaust hafa allir lent í þessu hnjaski en ég vil koma því frá mér, eflaust er netið ekki besta leiðin en ég nenni nú ekki að fara að skrifa dagbók:-)
Ég var úti eitt kvöldið, í októbermánuði með fullt af fólki á vegum skólans, við vorum öll að skemmta okkur og voða stemning. Nema hvað að ég tek eftir þessum svaka gaur í svörtum bol sem var alltaf að blikka mig… svo ég ákveð að nálgast hann og spjalla og kemst þá að því að hann bjó ekki langt frá mér og væri bara rétt yfir tvítugt. Ekkert mál:)
Þegar aðeins örfáir voru eftir í salnum á skemmtistaðnum tók ég af skarið og bað um númeið. Gaurinn horfði vandræðalegur á mig og spurði hvað ég væri gömul… Svo ég leit á hann og sagðist vera 16. Hann var fljótur að segja “Elskan mín, frekar ungt!”… Svo að lokum fékk ég nr. hans og yfirgaf staðinn….
Þegar ég svo fór að rölta heim var ég búin að senda honum sms…en ekkert svar en þegar ég var fyrir utan dyrnar heima þá fékk ég sms … Og ég auðvitað bara Ohhh…farin heim:)
Svo vorum við bara að spjalla í sms og svona… :) voða að “kynnast” og allt gekk vel.
Eitt föstudagskvöldið fór ég á djammið með vinkonu minni alveg óvænt…við vorum inná bar í bæjarfélaginu mínu þegar ég sé að ungi maðurinn er að leita af mér… (hann vissi að ég væri þar) Svo ég fer til hans og við fórum út…vissum ekkert hvert við ættum að fara en fundum okkur svo svaka heillandi stað til að vera saman og spjalla. Júúú…það reyndist hin fínasta ferð þar sem við sátum fram undir morgun að spjalla saman um daginn og veginn, fór vel á með okkur og við höfðum gaman af þessu.
Svo við fórum að hittast nánast á hverju kvöldi…. tókum rúnt eða kíktum eitthvert;) Svo eftir frekar langan tíma fór að fara í mig hversu mikið hann var í símanum alltaf þegar við vorum saman. Þá komst ég að því að þetta var besta vinkona hans.
Það var nú erfitt í byrjun að kynnast henni en við ákváðum að slá til, bara fyrir hann! En þegar allt til alls var komið vorum við nánast óaðskildar…svo stelpan reyndist hin æðislegasta í heimi!!!:) og er hún ein af mínum BESTU vinkonum!
Þegar janúar fór að nálgast virtist eins og allt væri eins og það ætti ekki að vera… Afsakanir voru út í hött fyrir að koma ekki og vilja vera með manni. En svo eitt kvöldið fékk ég SMS!! Sko… halló SMS… sms-in urðu fleiri…Ókey, þarna missti ég mig…hrundi í gólfið og grét… nei ég settist niður og tárin voru að reyna að koma…Hjartað í mér hafði officially verið BROTIÐ! Hann sagðist hafa verið búinn að hugsa eitthvað um þetta mál.. Pff…. svo kvöldið mitt…dagarnir…vikurnar urðu ónýtar.
Ég fór fram á það að við yrðum ekki vinir, mér fyndist það erfitt..enda mikil tilfinningavera og fljót að opna mig..þótt ég sýni það á skrýtinn hátt. En þarna….ég frétti síðan að hann væri löngu kominn með nýja…LÖNGU!! yndislegt…alveg æði… það var verst að heyra það … algjörlega.
Dagarnir voru ömurlegir..ég gerði ekkert í skólanum og ótrúlegt en satt þá er þetta víst sagt hjá könunum, súkkulaði virkar… ég hrundi algjörlega og ég er viss um að vinir mínir hafi haft stórar áhyggjur af mér.
Hinsvegar frétti ég að við hefðum hætt saman því við gátum ekki verið almennilega saman… hvað var hann að meina… ef hann var að tala um að fara út á röltið þá hefði það verið lítið mál…eða kíkja heim…kíkja eitthvað annað… ekkert mál en allt kom fyrir ekki!
Svo ég fór að kanna málin, ég viðurkenni það alveg…en ég komst að því að ég þekki flesta vini hennar… og flesta gaura. Hún fór ekki vel með þá. En ég sjálf er búin að hitta hana og get ég ekki játað neitt slæmt um hana. Hún hlýtur að vera fín manneskja. :) (pffff…) Annars fór þetta rosalega í mig…hvað þá vini hans að hann væri bara sísvona kominn yfir mig og kominn með aðra, fluttur inn og alles!!! Vinir mínir og aðrir eru frekar hneykslaðir á þessari vitleysu og segja langflest “Þú tekur ekki við honum aftur!!” “Þá ertu eitthvað biluð…”
En að lokunm fór ég og talaði við hann… á endanum urðum við sátt og erum vinir.
Þrátt fyrir það er þetta erfiðasta tilfinning sem ég hef upplifað því ég varð strax ástfangin af honum…STRAX.. .og tapaði honum eftir hvað aðeins 2-3 mánuði eða eitthvað álíka…eða hvað sem það var langt…. Enda segja þau öll “Hann tapaði bara þér”
En án efa erfiðasta tilfinning…erfitt að mæta þeim og vera í kringum hann….
Í dag, þegar ég skrifa þetta..erum við ekki lengur vinir… nei vináttan er farin..held að mér sjálfri hafi tekist að klúðra því..ekki hann.. Þrátt fyrir það þá þykir mér leiðinlegt að heyra hversu mikið hann hundsar vini sína. Hann er hættur að tala við þá og umgangast. Það þykir mér sárt. Ég skil alveg að maður vilji vera með kallinum/kellingunni en mér finnst að vinirnir eigi líka sá rétt á manni. Jú því vinátta skiptir máli.
En eins og ég sagði þá erum við líklegast ekki vinir lengur..og líður mér mjög illa yfir því.
Kæru Hugarar…vildi bara deila þessu með ykkur!