Ókei…

Það er þessi stelpa sem ég er hrifinn af, og hún er einu ári yngri en ég. Hún er í sama skóla og ég og sé hana daglega á göngum skólans. Þó þekki ég hana ekki neitt, höfum eitthvað smávegis talað saman á MSN en það var bara eitthvað stirt og leiðinlegt samtal um ekki neitt.

Ég fór eitthvað að pæla í að reyna að tala við hana, og þá helst á MSN þar sem ég hef smávegis talað við hana þar en aldrei í lífinu sjálfu, ef svo má segja. Ég hugsaði aðeins um þetta, og ákvað svo að óska henni til hamingju með afmælið sem er eftir fáeina daga. Ég gerði það, frekar taugaveiklaður þó, og fékk leiðréttingu á dagsetningunni, og takk. Þar sem hún er frekar feimin þurfti ég eiginlega að finna upp á einhverju til að tala um, og þar sem ég er alveg hræðilega lélegur í því, þá fór þetta samtal gjörsamlega út í móa. Ég spurði hana hvort hún hafi ekki haft einhvern herra á balli sem var nýbúið að vera í skólanum, og hún játaði því. Ég sagði henni þá þann heilaga sannleik að ég hafi verið að pæla í að bjóða henni, en bara verið of seinn til þess. Hún spurði afhverju, því að við þekktumst ekki neitt. Ég var orðinn frekar takkaóður og það datt upp úr mér “því ég er hrifinn af þér:$”. Hún flippaði alveg og spurði hvort ég væri ekki að grínast og sagði svo… “Hvernig GETURU það? Þekki þig EKKI neitt, hef ALDREI talað við þig&nokkrum sinnum á Msn.. oj”

Ég ætlaði eitthvað að fara að útskýra að mig langaði að kynnast henni, en hún varð fyrri til og sagði “bless” og fór Offline.

Ég veit ekkert hvað ég á að gera, mér finnst ég ekki vita neitt hvað ég á að gera, eða kannski er það bara þannig að ég veit ekkert um stelpuna. Kannski átti ég ekkert að vera að segja þetta við hana því ég þekki hana ekkert, eða kannski er hún bara algjör fýlupúki.

Hvað er í gangi? ;s