ég er svo ótrúlega reið núna.. við sjálfa mig..
ég hérna nýbúin að korka um fjarlægðarsambönd og svo asnast ég til í að hringja í kærastann minn og við ákváðum að þetta væri alltof erfitt og við ákváðum að hætta saman.
eg fyrirgef mér aldrei að hafa hringt í hann með þessum tilgangi að fara að nefna þetta. Kannski þetta var eitthvað sem ég varð að gera, kannski er ég bara í einhverju sjálfskaparvíti. Ég veit ekkert hvert ég er að fara með þessu.
þetta var einhvernveginn þannig að ég hringdi og nöldraði í honum fyrir að hafa ekki svarað símanum sínum svona ágætlega langan tíma og svo þróaðist það útí að ég vildi vita hvort þetta samband væri að deyja og hann svaraði: að þetta væri náttúrulega erfitt þar sem við hittumst svo sjaldan. sem er nákvæmlega eins og mér leið og ég sagði honum að mér liði illa útaf því og hann sagði: þetta á ekki eftir að ganga ef þér líður illa því ég vil ekki að þér líði illa.
og svo var þetta bara: er þetta þá búið? og við ákváðum sameiginlega að þetta væri búið - við værum hætt saman. og svo var löng þögn, hvorugt okkar þorði að leggja á, fyrr en ég gerði það.
ég er svo heimsk.
Hafiði heyrt málsháttin eða orðatiltæki sem er svona: “Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.” ?
þetta er stimplað á ennið á mér núna.
Ég gæti ekki séð meira eftir þessu.
Núna er ég búnað grenja í allt kvöld og skammast því ég gæfi allt sem ég á bara til að geta verið hjá honum og í fanginu á honum.
Þessi helvítis málsháttur er að “haunta” mig, núna fyrst er ég að sjá hvað mér þykir ótrúlega vænt um hann.
Ég var búnað vera í einhverri ógeðslegri fýlu um daginn þar sem ég var staðráðin í að hætta með honum og “verða þá fegin að vera laus” en ég gæti ekki hafa haft meira rangt fyrir mér.
Tilhugsunin um að fá aldrei að liggja í fanginu á honum aftur, lætur mig gráta meira en þegar mamma og pabbi skildu.
Ég vildi bara deila þessu með ykkur, ekki sleppa þeim sem þið elskið.
og ja þetta er mín fyrsta ástarsorg þannig að ég hef aldrei upplifað þetta áður.
takk fyrir
~brókenharted bollasúpa