Ég hef mikið verið að pæla undanfarið afhverju það er fullkomlega samþykkt af samfélaginu að maðurinn sé eldri ( jafnvel mikið eldri ) en konan í sambandi en ef það er öfugt þá þykir það vera skrítið. Ég er ekki að tala um að ef stelpan er ári eldri en strákurinn heldur tveim, þrem og jafnvel meira. Ég man þegar stelpa sem ég þekki byrjaði með strák sem var tveimur árum yngri en hún og það sem við gátum gert grín þegar hún var að fara í ríkið fyrir hann og svona en það hefði enginn sagt neitt ef hann hefði verið tveimur árum eldri.
Ég sjálf er 22 og veit ekki hvort ég myndi vilja vera með strák sem væri undir tvítugu eins og málin standa í dag nema hann væri frekar fullorðinslegur en ég efast ekki um að eftir svona 2-3 ár þá verði lína ennþá við tvítugt…en ástin spyr aldrei um aldur er það nokkuð?