Þetta passar kannski ekki inná þetta áhugamál en mér dettur bara ekki í hug hvar annarsstaðar ég get sett hana…

Málið er að ég er búinn að vera í sambandi með stelpu í næstum 4 ár núna og við eigum saman 3 ára gamla stelpu. Þetta gekk mjög vel fyrst en núna er eins og allar tilfinningar séu dauðar og okkur báðum líður ekki vel í sambandinu… Um daginn þá fór hún að tala um að slíta sambandinu og ég fylltist ótta, ekki endilega um að missa hana heldur að missa af uppvexti dóttur minnar. Veit ekki hvort ég gæti komist af án littlu prinsessunar minnar… Ég náði að tala hana til þannig að hún fór ekki frá mér en núna er ég ekki viss hvort ég hefði átt að vera stöðva hana. Á ég að láta mig hafa það fyrir dóttir mína að vera í þess sambandi eða á ég að hugsa frekar um sjálfan mig og hætta með henni? En hvað ef ég sé svo að ég var hamingjusamari með konunni minni heldur en einn? Ég veit ekkert hvað ég á að gera og finnst ég vera týndur og ráðvilltur… Ég veit ekki hvort ég sé nægilega sterkur til að taka áhættuna og hætta með henni og sjá hvort ég geti fundið hamingjuna…

Vona að þið lumið á góðum ráðum handa mér því ég veit bara hreinlega ekki við hvern ég get talað um þetta…

Kveðja
Dopie