Jæja.. hvað haldiði… strákurinn þarna sem ég talaði um í “Strákavesen:)” hringdi í mig í kvöld.
Ég var mjöööög hissa, hann hafði ekki haft neitt samand né svarað smsum og ég þorði nú varla að hringja því þá virkaði ég of uppáþrengjandi þar sem hann svaraði ekki einu sinni smsum.
Ég spurði hann hvað kæmi til að hann hringdi í mig og hann sagði eitthvað óskýrt að hann hafi hringt í vitlaust númer og svo sagði hann að hann ætlaði bara að hringja í eitthvað númer og eitthvað rosalega ruglingslegt…. ég bara jahá.. okei bless þá. Og hann sagði, nei ég get svosem talað við þig víst ég hef nú þegar eitt inneign í þig. Og ég bara okei.. og ætla eitthvað að tala við hann spyr hann hvað hann sé að gera og svona, auðvitað er hann búinn að drekka og er með félögum í partýi, réttara sagt vinnufélögunum mínum.
Svo spyr hann mig hvort ég vilji koma í partýið sem hann er í og ég sagði nei ég er þreytt og pirruð eftir langan vinnudag. Og svo fór ég í yfirheyrslurnar aftur og spyr hann afhvejru hann hafði ekki samband og hann sagði að ég hafði ekki haft samband við hann og ég sagði að ég hefði sent honum sms og hann sagði “já pff eitt sms, ég var blindufllur niðrí bæ þá” og það var ekki alveg satt, ég hafði reynt að ná í hann á því tímabili sem að við höfðu verið að tala mikið og smsast og hann svaraði mér ekki alltaf og ég ætlaði að eins að bíða í einhverja daga og athuga hvort hann hefði samband við mig sem hann gerði ekki svo að ég senti honum eitt sms og hann svaraði því ekki og ég sagði við hann að þó hann hafi verið fullur niðrí bæ þegar ég senti það þá hefði hann geta svarað mér daginn eftir, þegar hann var ekki fullur.
Allavega, hann snýr sér aftur að því að spurja mig hvort ég vilji ekki koma í partýið og get jafnvel tekið einhverjar vinkonur eða vini ef ég vil og sagði að ég þekkti eiginlega alla þarna. Ég þekki vinnufélaganam mína eiginlega ekkert þannig að ég vilji fara í eitthvað partý til þeirra þar sem ég er greinilega ekki það velkomin þar sem mér var ekki boðið… ég er ennþá á “kunningjar” sviðinu…
Allavega, hann spurði mig alveg nokkrum sinnum og ég sagði nei. Svo sagði hann allavega, spáðu í því þetta er þarna “lýsti því hvar það væri” og svo sagði hann kemuru? og ég sagði nei og var eiginlega frekar harðorð….
Gerði ég rétt??? mér líður ekkert æðislega yfir þessu.. hefði svosem viljað fara en fannst samt einhvernvegin réttara að segja bara nei.
Já segiðið mér, gerði ég rétt??