Já, hversu oft hafið þið ekki heyrt þessa víðfrægu setningu: „Djöll ætl'ég a hözzla feitt í kvöld marr!!“. Jæja..ég hef allavegna heyrt hana nógu oft til þess að hún sé farin að fara örlítið í taugarnar á mér.

Gott fólk(kvenfólk), hvernig er það. Ég hef ALDREI verið mikill hözzlari, ekki einusinni þegar ég djamma. Þá er ég ekki að meina að ég sé eitthvað feiminn eða óöruggur. Ég bara finn ekki í mér þetta einkenni sem margir telja karlþjóðinni eðlislægt. Að sýna yfirburði sína og hvað maður er geðveikt hot og rosalegur töffari…

Um daginn var ég spurður hvort ég ætlaði að hözzla eina tiltekna stelpu..ég vissi ekki alveg hverju ég átti að svara en ákvað svo að velja sniðugu leiðina..taldi upp fullt af kostum stúlkunnar til að gera grein fyrir máli mínu án þess að viðurkenna að ég ætlaði mér að hözzla hana..en sýndi henni samt sem áður áhuga.


Allar mínar kærustur hafa verið gríðarlega góðar vinkonur mínar fyrst, eða þá eftirá…getur verið pirrandi, ég veit að “friend zone” er ótrúlega hættulegt svæði..en ég bara gæti ekki hugsað mér að vera með stelpu sem er ekki einn af bestu vinum mínum. Hvað er svona rangt við það?

Svo á að hözzla eða vingast? Og úr því að við erum kominn á þennan hól…hvað er hözzl og hafiði einhverja hugmynd um hvað ég er að tala um?