Er í fjarsambandi og búin að vera í rúmlega 2 ár :) Ekkert alveg rosa langt á milli okkar, ég bý í reykjanesbæ og hann í bænum, en alveg það langt að við erum í skóla, námsmenn, bæði reyndar með próf enn eigum ekkert endalausan pening til þess að rúnta til hvors annars oft í viku.. hittumst þó alltaf um helgar og reynum að hittast 1x í viku
Fyrst fékk maður alveg að heyra það “hvernig nenniru þessu” enn það er ekkert að nenna, ef þú elskar manneskjuna er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi!:)
Auðvitað verður þetta oft á tíðum rosalega erfitt og maður er í því að gefast upp á þessu, ekki bara útaf ég elska hann ekki eða einhvað þannig, heldur bara hvað það er sárt að kveðja, það er rosalega sárt.. enn hinsvegar er lang skemmtilegast þegar maður er að fara að hitta hann, maður hefur einhvað til þess að hlakka til og er með fiðring í maganum bara degi fyrir eða einhvað. :)