Jæja, svona til að úrhella reiði minni.
Ég mæli eindregið með því að þú lesir þetta ekki, allavega ekki segja að ég hafi ekki varað þig við.
Annars, þá var ég í ágætis sambandi. Það var fullkomið. Nánast, allt hefur sitt up and downs, auðvitað. Málið var bara að þetta var fjarlægðarsamband og ég saknaði hans alltaf svo hryllilega þegar við vorum ekki saman. Hvað um það, það kom allavega tímabil sem ég gat ekki höndlað þetta lengur. Ég gat/get ekki neitt lengur, ég gat ekki étið, sofið almennilega, lært og sinnt því sem ég átti að gera. Fyrst við gátum ekki hisst þá töluðum við meget saman. Frítíminn minn fór í það og ég varð enn kærulausari, ótrúlegt en satt. Ég bara höndla söknuð greinilega svona illa. En allavega, þá var ég búin að fá nóg og gat þetta ekki meir, sagði honum upp og ætlaði að fá mánaðarpásu við það að tala ekki við hann.
Samt töluðum við saman, sem gerði það að komast yfir hann enn erfiðara. Ég get ekkert étið, ég kem honum ekki niður, þegar við hættum að tala saman þá líður mér illa. Ég vil að hann verði bara laus og liðugur og sé ekkert að pæla í mér, mig langar að hann gleymi mér. Málið er að ég myndi missa besta vin minn og ég á engann annann sem ég get talað svona mikið við um allt og ekkert.
Mig langar að ná mér í annann til að komast yfir hann, en já, ekki einsog ég hafi tækifærin.. það eru ekki beinlínis allir á eftir mér.. hehe.
Svo hitti ég hann. Við svona, já vorum þá saman og ekki saman. Allt í góðu þegar ég kom heim. Pældi ekki eins mikið í þessu svo ég myndi ekki sakna hans eins mikið. Svo skítur hann þessu á mig. Eitthvað sem já, hann lofaði mér að gera ekki en tók samt áhættu á að gera með það í huga að það sem hann lofaði mér að gera ekki gæti gerst og mínum huga er það bara það sama og hann braut það. Kannske er ég bara svona þrjósk, ég veit það ekki. Kannske ér ég bara svona ótrúlega sjálfselsk. Kannske sé ég hans hlið bara svona hryllilega illa. Á meðan hann segjir að ég sjá hans hlið ekki neitt og segjist sjá mína, þá held ég bara að hann geri það ekki.
Við erum hætt saman, ég veit það, ég verð samt að væla.
Svo þegar við erum að rífast. Draumaprinsinn minn var þannig að ég gæti rifist við hann, að hann myndi ekki bara skríða á eftir mér í hvert skipti sem ég myndi fara í fýlu, heldur að hann gæti sagt hvað honum líkaði ekki og ég hvað mér líkaði ekki og við gætum orðið sammála um eitthvað, málamiðlun. Málið er að þegar ég fer í fýlu þá geymir hann sínar skoðanir það sem honum finnst að og reynir að gera mér til geðs. Hann á ekki að gera það! HANN MÁ VERA REIÐUR, HANN MÁ FARA Í FÝLU! Ég vil að hann segji hvað honum finnst vera að mér, svo ég geti breytt því. ÉG vil ekki að hann springi bara svo einn daginn. Sem gerðist, reyndar bara lítil. En mér er sama, það gerðist og ég fékk að lesa það á netinu hvað honum fannst. Ég reyndar hló bara og pældi ekkert sérstaklega í þessu þar sem mér fannst þetta eitthvað svo týpískt. Hann sprakk, ég vissi að það myndi gerast ef hann myndi ekki bara segja mér það beitn svo ég gæti breytt því..
Æ fokk, farin að … jebb, útrás… Ég er bara svo.. OH!