Áður en ég fór að sofa í gær, fór ég að pæla smá í ástinni sjálfri og samböndum milli kynjanna.

Ef karlmaður er að reyna við kvenmann, þá reynir hann við hana auðvitað. Með því t.d. að sýna henni einlægan áhuga, tala við hana, vera alltaf til staðar o.s.frv. En karlmaðurinn verður að fara svolítið varlega, þar sem ef hann reynir of mikið, þá verður hann bara uppáþrengjandi og pirrandi og kvenmaðurinn fjarlægist hann, en ef hann reynir of lítið, þá heldur kvenmaðurinn að hann hafi engan áhuga og setur hann í “friend zone'ið”, og þá er ekkert aftur snúið. Þannig maður þarfa að vera mitt á milli þess að reyna of mikið og of lítið, en hvar liggja mörkin? Þetta er snúið mál.

Er líka alveg út úr myndinni að konan reyni eitthvað á móti? Þarf hún bara rétt að sýna að hún hafi einhvern áhuga, með blikki eða einhverju og restin hjá henni er bara “Play Hard To Get”? Það er nefnilega ekki sanngjarnt.

Ég fór aðallega að spá í þessu út af mínu misheppnaða sambandi. Ég veit ekki hvort ég hafi verið of uppáþrengjandi eða þá hún of tilfinningalaus og bæld. Either way, skiptir það ekki máli. En hvað finnst ykkur? Þetta er flókið mál, og auðvitað eru hinar og þessar leiðir, og auðvitað er ekki sama leiðin fyrir sama einstaklinginn, en þetta er sirka svona.

Ég hef ekki ennþá fundið ástina í lífi mína, þó ég hafi nú verið ástfanginn í tvö heil skipti og auðvitað tvisvar lent í ástarsorg. Ég gefst samt ekki upp, þó að stuttu eftir sambönd, finnst manni eins og það sé engin önnur ætluð manni, og getur ekki komið sér yfir hana. En svo þegar maður kemst yfir ástarsorgina, sér maður ekki hvað var svona merkilegt við hana og fer að einblína að öðrum. Ég bara vildi óska þess að vera á því stigi núna. Það er bara svo erfitt að vera bara vinur eftir samband.

Ég er hættur að tjá mig. :)
Gaui