Vissi ekki hvert ég átti að setja þetta, ákvað hér..
Málið er það að ég er búin að vera með strák í rúm 2 ár og það hefur gengið vægast sagt upp og niður - eftir ár hættum við saman í ca. mánuð því hann kyssti aðra stelpu á fylleríi, svo fór ég út sem skiptinemi í hálft ár og ég veit ekki hvað og hvað. Ég er að fara út í haust í 4 ár í háskóla og hann kemur ekki með.
Undanfarið höfum við verið að rífast mikið, útaf litlum hlutum, þetta ‘við höfum verið gift í 70 ár’ tuð. Mig langar mjög að vera á lausu og njóta áranna meðan ég er enn ung, í staðinn fyrir að binda mig í eitthvað samband sem ég veit ekki einu sinni hvort eigi sér framtíð, en hins vegar er ég óskaplega hrifin af kauða og þykir mjög vænt um hann.
Pælingin er bara sú hvort það sé nóg, hvort að ástin sé nóg til þess að halda manni saman ef hlutir eins og virðing hafa farið minnkandi. Auðvitað berum við virðingu fyrir hvort öðru, en það er langt síðan ég hef látið hann ganga fyrir vinkonunum t.d og hann er hættur að gera fyrir mig þessa litlu hluti sem manni þykir svo vænt um…
What to do????