Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvort ég eigi að skrifa hérna inn, en aldrei komið því í verk…
Málið er að ég hef verið í sambandi í meira en eitt ár. Sambandið er mjög alvarlegt, við erum alltaf saman, elskum hvort annað og erum farin að undirbúa framtíðina saman. Hann er 2 árum eldri en ég og var búin að upplifa dálitið meira en ég áður en við byrjuðum saman. Ég var svona meira saklausa stelpan sem að gerði ekki mikið áður en við hittumst, og var ekki búin að vera með mörgum strákum.
Áður en að vi byrjuðum saman þá langaði mig ekki til að vera í sambandi.´Mig langaði til að vera á lausu og vera ein áður en ég festi mig. Þetta þróaðist þó einhvernvegin þannig að vi byrjuðum saman og ég var mjög ánægð með það, ekki miskilja mig :) En þó að ég elski kærastann minn útaf lífinu og ég gæti ekki ímyndað mér að giftast honum ekki og eignast ekki líf með honum, þá er ég alltaf að velta því fyrir mér hvort ég sé að missa af einhverju.
Eftir að við byrjuðum saman þá hef ég breyst mjög mikið og fæ mikla athygli frá strákum. Kærastinn minn vill auðvitað að ég svari aldrei strákum sem eru að hringja og hann verður brjálaður ef hann fréttir að einhver strákur útí bæ er hrifinn af mér. Ég fæ hnsvegar alltaf þannig tilfiningu að mig langi til að tla við aðra stráka og ég hef meiraðsegja staðið mig aðþví að segja við annan strák að ég sé ekki á föstu. Ég hef samt auðvitað aldrei gert neitt með öðrum strák og myndi ekki gera það, en kannski er það bara alveg jafn slæmt að langa að tala við aðra stráka?
Við höfum einu sinni hætt saman útaf því að mig langaði til að prufa eitthvað nýtt. Það entist samt ekki lengi og við byrjuðum saman áður en ég fékk tækifæri til að prfa eitthvað nýtt.
Þetta er kannski svolitil flækja en mig langar til að vita hvort þið hafið svar við nokkrum spurningum. Hvort á ég að halda í það sem ég hef eða taka áhættuna og reyna að finna eitthvað nýtt og njóta lífsins? Er ég kannski hrædd við að hætta í þessu sambandi því að þetta er orðinn svo mikill vani að hafa hann hjá mér? Haldiðið að ef ég haldi áfram í þessu sambandi endi það illa eða er það eðlilegt að vilja tala við aðra stráka? Eru einhver af ykkur með svipaða reynslu og hvernig fór það?