Já, ég hef ekki beint verið sú besta við kærastann minn. Ég veit það og ég sé ekkert smá mikið eftir því, ótrúlegt en satt þá hef ég einhverja samúð… Það kom mér á óvart þegar ég sá eftir þessu og þetta særir mig frekar djúpt. Þetta gæti þá verið einhversskonar fyrirgefningar bréf og svona, ég veit ekki.. Sannleiksbréf? Ég vona að hann finni þetta, því ég er of mikil gunga til að segja honum allan sannleikann.
Á einhvernhátt finnst mér það vera mér að kenna að þú sért, já, ekki með sem besta líðan. Ég veit að ég átti minn skerf í því og mér finnst ég vera sjálfselsk að viðurkenna það ekki, ég get ekki flúið frá þessu. Þótt ég eigi það til að flýja frá svo mörgu öðru, einsog þú hefur kannske tekið eftir.
Allavega, þá skrifaði ég þetta allt :( Og hugsaðu aðeins frá því hvenær ég sagði þér frá þessu og hvað þér leið illa eftir að hafa lesið allt eftir mig. Ég áttaði mig á svolitla áðan, þegar þú spurðir mig afhverju ég hafði sagt þér þetta.. Þá svaraði ég einhverju, en ég efast um að þetta hafi verið rétt svar hjá mér því ég var að átta mig á því núna… Jafn barnalega og þetta á eftir að láta í eyrum, þá sagði ég þér frá þessu til að særa þig. Mér finnst það ógeðslegt af mér, en þú varst ný búinn að særa mig.. og ekki að það sé eitthvað réttlætanlegt, þá sagði ég þér frá þessu til að hefna mín.
Þú hefur oft sagt við mig að ég sé góð manneskju, og veistu? Ég held að það sé eitt af fáum hlutum sem þú ferð rangt með. Ég er of óþroskuð fyrir ást, ég fæ hana og ég verð hrædd. Ég flý og hef alltaf gert. Það hræðir mig að það sé virkilega einhver þarna úti sem er ekki sama um mig, sem gæti mögulega elskað mig. Og mér tókst að eyðileggja það held ég, allvega með þessu bréfi en ég veit að ég gæti ekki lifað með sjálfri mér ef ég myndi ekki segja þér allan sannleikann.
Ég fatta það bara núna að það er ágæt ástæða fyrir því að fólk trúir alltaf á það versta uppá mig. Það er eitthvað sem ég hef bara… Ég veit ekki hvernig ég á að orða það, en ég get allavega sjálfri mér um kennt.
Og ég vil að þú vitir það, öll þessu ótrúlega… vondu hluti sem ég skrifaði um þig (sem ég fyrirlít mig fyrir að hafa gert, ég veit ekki afhverju ég var að því) þá var það þegar ég var í frekar mjög vondu skapi og lét það bitna á þér. Ég veit að það er engan veginn réttlætanlegt og það er ótrúlega barnalegt að haga sér svona, en reiði mín bitnar oft á einhverjum öðrum og í þessum tilfellum á þér.
Ég skrifaði einhversstaðar að ég myndi ekki elska þig. Ég gerði það kannske ekki þá, ég man það ekki og ég vil ekki lofa neinu. En ég get lofað því að ég elska þig og ég elska þig mjög mikið. Þess vegna er þetta svo sárt.
Þú ert frábær strákur og ég á þig ekki skilið. Ég veit það. Þú hefur alltaf verið svo góður við mig, með þér hefur mér aldrei liðið eins vel.. Það er einsog ég sé, hvað á ég að segja? Einstök, ótrúlega en satt.. góð. En hvernig borgaði ég það? Með því að vera vond við þig. Mér finnst ég bara heppinn að þú hafir verið sá fyrsti og hvort sem þér líkar það betur eða verr þá munntu alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég er búin að fara hrikalega illa með þig, ég geri mér grein fyrir því. En ég vil ekki hafa þig og hafa það á samviskunni að þú treystir mér, þegar þú ættir eginlega ekki að gera það.
Ég á mjög líklega eftir að sjá eftir þessu bréfi, en hvað um það. Ég vil að þú fréttir þetta nokkurnvegin frá mér, nú er bara að bíða og vona… eða kvíða fyrir því að þú finnir þetta.
Ég elska þig, eins ótrúlegt og það á eftir að hljóma, þá geri ég það. Og ekkert lítið. Og ég vil bara að segja fyrirgefðu, þótt að ég skilji það alveg ef að þú villt ekki fyrirgefa mér.
Fyrirgefðu.