Nú átti ég kærustu =)

En þetta var fjarlægðarsamband og hún bjó næstum hinum megin á landinu. Og það var of erfitt fyrir hana. Henni leið alltaf of illa þegar við kvöddumst þegar ég fór eða hún fór… Og hélt áfram að líða illa næstu daga á eftir alveg þangað til við hittumst.

Svo hún sagði mér upp þangað til við búum nær hvort öðru eftir að hafa ráðfært sig við foreldra sína.

Og núna höfum við köttað á öll samskipti okkar á milli í mánuð. Skildum í mestu vinsemd og það, fyrir utan hvað okkur leið báðum illa með að þurfa að skilja. Hún vildi fá þennan tíma til að líða illa, hún vildi frekar láta sér líða illi í einni bunu á meðan hún getur ekki talað við mig fremur en að líða alltaf svona illa þegar við getum ekki hist. Síðan vonast hún til að komast yfir þetta og eftir mánuð byrjum við aftur að tala saman sem vinir. Við vorum bestu vinir fyrirfram þannig að þetta er erfitt, en það myndi samt líklega létta að byrja að tala aftur. Og ef hún er eitthvað lengi að byrja að tala við mig, þá má ég ýta á eftir henni. Hún vill alveg tala aftur.

Síðan þegar við getum búið nær, sem verður í lok ársins, þá ætlum við að reyna að byrja þetta aftur. En bara tala saman á MSN og kannski smá í síma þangað til. Og ekki vera saman.

Ég er fullviss um að ég hætti ekki að vera hrifinn af henni, ég hef ekki kynnst betri stelpu og get ekki ímyndað mér mig með neinni annarri =) Ég mun bíða eftir henni þangað til í desember og bíða eftir að hún nái sér svo hún geti talað við mig eftir sirka mánuð.

Mér líður betur þegar ég tala við hana, þó við séum ekki saman, þannig að þetta verður langur mánuður. Ef hún elskar mig eins mikið og hún hefur gefið í skyn, þá ætti hún að endast þangað til í desember líka… En þar sem ég hef alltaf verið mjög óöruggur á ég erfitt með að halda í vonina. Hún sagði mér að hún ætlaði að reyna að verða ekki hrifin af öðrum en við vitum bæði að maður ræður ekki við slíkt =)

Ég allavega elska hana af öllu hjarta og mun bíða eftir henni, þangað til að öll von er úti =) Ef hún verður með einhverjum öðrum í desember þá reyni ég að move on, þó að það sé mjög erfitt að hætta bara að elska… Annars veit ég ekki betur en að hún elski mig mikið líka =)

Hún vill einnig ekki að ég flytji til sín í sumar, því hún telur sig ekki nógu þroskaða… Heldur að hún fái bara leið á mér þá. Vill bíða þangað til í lok ársins því hún telur sig þroskaðri þá…

Mjög skrítið líka, mér líður eitthvað aðeins betur þegar ég er að tala við vini hennar síðan þetta gerðist á milli okkar… Kannski því þá er ég ekki algerlega slitinn frá hennar heimi? Hver veit…

En núna þarf ég fyrst og fremst að lifa af þennan mánuð án þess að tala við hana, þarsem það lætur mér líða svo vel að bara tala við hana um allt og ekkert =) Hvað getur maður gert til að hafa ofan af fyrir sér þannig að mánuðurinn verði ekki of lengi að líða? Plús að þið megið alveg kommenta á allt sem ég sagði =)