ég veit ekki hvað er í gangi en ég er búin að vera með strák í tvö ár núna og það er frábært það er æðislegt, en hann þurfti að fara út á land að vinna(lengst út á land). Ég veit ekki hvað ég á að gera eða hvernig ég á að vera ég er svo einmana og mig langar ekki að vera það en ég er það samt, ég hef engan til að knúsa,kyssa eða tala við á kvöldin þegar ég fer að sofa, ég er einmana ég vil að hann geti verið hjá mér án þess að þurfa að fara út á land aftur og vinna og koma bara svona tvisvar til þrisvar í mánuði ég veit ekki hvað á að gera til að losna við þennan einmanaleika :'( ég elska þennan strák út af lífinu! Ég sakna hans of mikið. Ég tala við hann í síma OFT á dag og ég sakna hans sammt alltaf meira og meira. Ég vil fá hann aftur en hann getur ekki komið strax! Ég get ekki hætt að hugsa um hann hann eralltaf í huganum þótt hann fari stundum bak við tjöldin þegar ég er að reikna eða eithvað svoleiðis. Ég vil bara fá hann heim svo að við getum verið saman. Ég höndla ekki svona mikinn einmana leika, ég á vinkonur en þær koma ekki í stað kærastans en ég get sammt talað við þær þegar mér líður illa en ég er enn með þennan einmanaleika sem ég þarf að fjarlægja. Kann einhver ráð við svona málum.
KV Kauda :D