Korkurinn snérist
ekkert um það. Allavega ekki alfarið og svarið mitt benti ekki til þess að ég var að meina það frekar en öll önnur held eg. Korkahöfundur talaði ekkert um að maður ætti að tala um að maður elskaði sinn fyrverandi heldur um hvað maður hefur til dæmis gert með honum eða henni. Eins og einhver sagði hérna þá eru fyrverandi hluti af fortíðinni en núverandi hluti af nútíðinni.
Núverandi veit alveg að fyrrverandi var eða er í lífi mans, afhverju má ekki minnast á hluti sem maður gerði saman eins og maður talar um hvað maður gerði með öðrum vinum sínum? Ætti ekki að vera vandamál. Svo lengi sem maður er ekki að segja:
“Já og svo þegar við kysstumst fyrst….”
Eða einhvað í þá áttina. Svoleiðis gæti núverandi fundið óþægilegt og ég skil það, en annað ætti ekki að bögga hann. Eða það finst mér, að maður ætti alveg að geta talað um fyrrverandi án þess að það ætti að vera vesen, eða minnast öllu heldur á hann eða hana. Ef einhver er alltaf af því þá skil ég að það fari að verða bögg, yrði grunsamlegt.
biddu mundir þú bara tala um þinn fyrrverandi við þinn núverandi eins og ekkert sé
segja hvað þú elskaðir hann mikið og eitthvað..?:S
Þetta fanst mér hálfgerður útúrsnúningur. But hey.. that's just me.
Fyrrverandi er aðalega hluti af fortíðinni.. afverju að flýgja fortíðinni eða neita henni? Hún er jú einhvað sem gerðist og maður á pottþétt minningar frá henni. Ætti að vera allt í lagi að tala stundum um þær?..Hví ekki?
Mér allavega finst gott að geta talað um hvað sem er og sagt mínum núverandi hvað sem er, líka ef það tengist mínum fyrverandi eða einhvað annað sem gæti truflað hann eða mig. En við látum bara ekki trufla okkur að óþörfu.