Finnst ykkur þið ekki lenda oft í því að geta komið með ykkar álit á samböndum annara en þegar þið lendið í einhverjum krögum í ykkar eigin sambandi, þá vitið þið ekki neitt hvað þið eigið að gera og hafið engin svör við neinu.

Ég er í sambandi núna og alltaf þegar vinur minn er í einhverju veseni með kærustuna sína, get ég alltaf sagt honum mitt álit og sagt honum hvernig ég myndi leysa þetta. En þegar ég lendi í einhverju með mína kærustu, þá finnst mér ég ekki geta greint vandamálið né leyst það.

Er ég bara sá eini eða? :/
Gaui