Er þessi dagur e-ð merkilegur hér á Íslandi?
Haldið þið upp á “valentínusardaginn?” ..
Mér finnst þessi dagur vera e-ð svo mikið bull og allt of amerískt einhvernveginn, ég meina við erum með bóndadag og konudag, afhverju ekki að halda þá daga “heilaga?!”
Æi, kannski finnst mér þetta bara því ég held upp á sambandsafmæli nokkrum dögum fyrir 14. febrúar (bandaríska valentínusardaginn)
Hvað finnst ykkur um þennan dag?