Ég hef ákveðið að nota vald mitt yfir þér, sem lest þennan texta, til að lýsa yfir hneikslun minni á ákveðnum “leik” sem á sér, að mínu mati, allt of oft stað í mökunarleiknum.
Ég kýs að kalla þennan “leik” hinu frábæra og frumlega nafni “hunter/prey” vegna þess að það er mjög lýsandi fyrir atburðarás og hlutverkaskipan hans.
Ég vil taka það fram að ég skrifa þetta útfrá minni eigin reynslu, þannig að hér er um að ræða reynslu gagnkynhneigðs drengs á átjánda ári, í menntaskóla. :)
Leikurinn er semsagt í stuttu máli þannig að þegar kemur að mökunarleiknum virðist stelpan hegða sér eins og ‘prey’(þe. fórnarlamb, eða aðilinn sem er eltur) og reiknar hreinlega með því að strákurinn sé ‘hunter’(þe. veiðimaðurinn, eða aðilinn sem eltir).
Ég veit ekki hvað ég ætti að geta sagt meira um þetta, mig langaði bara til að vekja ykkur til umhugsunar um þetta og jafnvel kveikja upp í smá umræðum og skoðanaskiptum um þetta mál?
Til að koma minni skoðun á hreint þá finnst mér þetta beinlínis fáránlegt, sérstaklega þegar kemur að kynlífi og er það einkum vegna þess að mín reynsla er sú að kvenmaðurinn fái talsvert meira útúr því en karlmaðurinn, og með miklu minni fyrirhöfn og undir minni kröfum.
Það kæmi mér ekkert á óvart þó að mörgum, jafnvel öðrum strákum finnist þetta allt í lagi og jafnvel bara skemmtileg, en ég efast um að ég sé sá eini hérna sem er orðinn þreyttur á þessu.
Auk þess held ég að það sé oft þannig að ‘vondu strákarnir’(þessir sem stelpur eru alltaf að tala um að séu að fara svo illa með sig) séu virkari í þessum leik og að ef stelpa vill finna virkilega góðan og ljúfan dreng ætti hún að rífa sig upp úr þessari gömlu klisju og leggja smá effort í þetta sjálf. ;)
Já, svo skrifaði ég þennan kork líka útafþví að mér leiðist, seint á föstudagskvöldi og mig langaði í stig. :)
Heil og sæl.