Okay mig vantar hjálp og þetta er svona fyrsti staðurinn sem ég held að ég geti fundið hana. Þar sem manneskjan sem ég tala oftast við er útí Bretlandi og ég næ engu sambandi við hana. En svona standa málin. Ég er í sambandi og hef verið í meira en ár. Okay fyrstu 5 mánuðirnir á þessu sambandi voru bara rugl. Mest allt svona hætta saman og byrja aftur saman. En það lagaðist allt svo í apríl. Þá urðum við almennilegt par. Ég var alltaf hjá honum, og foreldrarnir mínir elska hann, og allar vinkonurnar líka. En svo í ágúst flutti hann í burtu og ég hitti hann bara svona einu sinni í mánuði kannski tvisvar. Annars vorum við saman yfir hátíðirnar fyrst hjá mér og svo hjá honum. Ég hef oft verið ótrúlega hrædd um að hann finni eitthverja aðra og ég verði bara úr sögunni, við höfum oft talað um það en um daginn náði hann að sannfæra mig um að ég væri eina í lífinu hans og það yrði enginn önnur. Við höfum talað um allt saman, hvernig við verðum í framtíðinni, börn, og sambúð og svona. En þar sem hann er þarna og ég hérna líður mér oft illa og ég hef yfirleitt alltaf getað talað við hann ef mér líður eitthvað illa. En núna undanfarið finnst mér eins og eitthvað sé að breytast. Ég er mjög mikið á netinu og browsa síður og svona. Svo rakst ég á síðu hjá ungri stúlku og sá myndir af honum vera skemmta sér með sínum vinum. Og ég veit ekki afhverju en ég fékk svakalegt öfundsýkiskast því undir öllum myndunum stóð ,,X sætisæti :D“ og ,,flottastu” og svona dót. Er ég eitthvað brjál eða er þetta eðlilegt =/ Endilega hjálpið mér..
Með þökkum fyrirfram
“To the world you may be one person, but to one person you may be the world.”