Eftir tæpan mánuð eigum ég og kærastinn minn 3ja ára afmæli… Við erum ekki búin að plana daginn en við förum oftast bara út að borða á afmælunum okkar, hvort sem það eru sambandsafmæli eða okkar eigin afmæli.
Það er mjög nice en verður örugglega dáldið þreytt á endanum :)

Svo mín spurning eða vangaveltur eru:
Hvernig get ég komið honum á “óvart” á afmælinu okkar?

Það má ekki vera e-ð brjálað dýrt því ég á ekki mikinn pening þar sem ég er í skóla á námslánum og ég vil helst ekki biðja hann um pening til þess að geta komið honum á óvart, skiljiði.. Væri soldið fáránlegt: “Hey, viltu láta mig fá pening svo ég geti keypt soldið handa þér/okkur”

Mig langar að gefa honum e-ð sem hefur merkingu fyrir hann/okkur eða gera e-ð sem hefur svipaða merkingu…
Ef þið lumið á einhverjum góðum ráðum þá vil ég endilega fá að heyra þau.. Líka bara ef þið hafið einhver góð og skemmtileg ráð sem hægt er að gera á sambandsafmælum :)

Mig langar að koma honum á óvart! :)