Fyrir nærri því tvemur árum var ég í fjarsambandi, sem því miður gekk ekki upp af ýmsum ástæðum (aðallega útaf óánægju minni með fíkniefnanotkun hans. Önnur saga). Eftir það lofaði ég sjálfri mér að ég myndi aldrei gera þetta aftur; vera í fjarsambandi. En svo núna í Desember var ég í heimsókn hjá besta vini mínum, sem býr á Ítalíu. Við erum búin að vera frábærir vinir í yfir eitt og hálft ár, en í jólafríinu urðum við meira en vinir. Jafnvel þó að ég vissi að ég þyrfti að fara heim aftur.
Þannig að ég sagði honum strax og við byrjuðum að dúlla okkur saman að við myndum hætta saman þegar ég færi heim. Við erum bæði búin að vera svakalega hrifin af hvoru öðru í langan tíma, og þetta var allt bara svo… rétt. Og ég sé alls ekkert eftir þessum vikum sem við áttum saman í Desember, þetta var allt fullkomið. Þó að við vissum að við yrðum bæði sár og leið þegar ég færi aftur.
En ég bara bjóst ekki við að sakna hans svona mikið!!! Við hættum saman, en erum auðvitað ennþá vinir. En við söknum hvors annars alveg hrikalega mikið, og erum alltaf að segja hvoru öðru hvað okkur þyki vænt um hvort annað. Og ég veit að hann er alveg jafn leiður og ég, hann er alveg í rusli!! Við erum að reyna allt sem við getum til að hittast sem fyrst, en hvorugt okkar getur unnið með skóla (persónulegar ástæður hjá mér, og hann er í skólanum fram á kvöld þannig að það er ekki tími til þess).
Sumarfríin okkar stangast á, þannig að það eru ekkert voðalega miklar líkur á að ég hitti hann í sumar. Getur verið að við náum tvem vikum eða svo, og ég virkilega vona það. Annars þurfum við að bíða í ár. Mamma styður það líka að ég fari í sumar, og er tilbúin að styrkja mig þá. En ekki páskana, því það er svo stutt síðan ég fór síðast og hún borgaði vasapening þá. Foreldrar hans eru ekki tilbúin að styrkja hann til að koma hingað, því þau borga rándýran skóla fyrir hann.
En æj ég veit ekki hvað ég er að röfla hér… það er svosem ekkert sem þið getið gert.. Ég bara verð að skrifa þetta..
Ég er hrædd um að ég sé ástfangin af honum, en ég bara get ekki viðurkennt það fyrir mér, og allra síst honum..
Við erum búin að skoða möguleikann að ég fari í skóla úti næsta haust, en ég get það ekki af fjárhagsástæðum. Þá þyrfti ég að borga heimavist/leigu, plús voðalega há skólagjöld. Það kemur ekki til greina að hann komi hingað, því hann er í besta arkítektúr háskóla ítalíu.
Ég er bara svo pirruð útí sjálfa mig að leyfa þessu að gerast, en samt sé ég ekki eftir neinu =/ Mig langar til að gráta..
Og já, við erum 18 og 19 ára.
…