Ég er með smá spurningu sem ég hef verið að spá svolítið í undanfarið: Geta strákar virkilega verið góðir vinir stelpu án þess að verða hrifnir af henni?
Jájá, ég á nokkrar góðar vinkonur en þær eru reyndar allar æskuvinkonur mínar, ég held það sé aðeins erfiðara að vera vinur stelpu sem maður kynntist nýlega án þess að vera hrifinn af henni.
já, það er ekkert mál, ég á tvær mjög góðar vinkonur sem ég er ekkert hrifin af, ein þeirra kom meira að segja mér og núverandi kærustunni minni saman :D
er 17 ára KK og á bara KK vini. þá er ég að tala um vini=fólk sem ég heng með allavega einu sinni í viku. en það er bara vegna þess að ef mér finnst stelpan ekki sæt finnst mér ekkert varið í hana :/ og ef mér finnst hún sæt þá verð ég náttla hrifinn af henni ef hún er líka góð og skemmtileg (annars væri ég nattla ekki að hanga með henni)
Þetta meikar svosem alveg sens hjá þér en ég held að þetta sé spurning um að verða það góður vinur einhverrar stelpu að hún verði nánast eins og systir manns. :) Það getur verið að það gerist ekki fyrr en maður er búinn að vera hrifinn af henni og búinn að gera sér grein fyrir því að þetta verður ekkert meira en bara vinskapur. Ég hef ekki náð því oft, en þó í örfá skipti.
tja nei valla ef strákur vill kynnast stelpur er það afþví að hann heillast af útliti hennar og þannig er það líka í hina áttina held ég heh en ég allavega sé ekki ljóta stelpu og huxa shit hvað mig langar að kynnast henni þannig er það bara pælið í þessu.
Hmm :) hehe svo ég vitni nú í eina frábæra mynd að nafni “Just Friends” .. þá held ég að jú ef þú átt æskuvinkonu þá getiði verið vinir upp að vissu marki þangað til þið bæði eða bara hann er kominn á visst skeiði og þroskast, þá fer hann mjög líklega að pæla eitthvað í þér.
Þar sem hún er mjög líklega skemmtileg stelpa og svona þar sem “þið” eruð æskuvinir, ætli það auki ekki líka líkurnar að þið endið saman ;) þekki held ég nokkur dæmi um að bestu vinir enda sem par, og það endist lengi, svoleiðis sambönd endast lengi því að æskuvinasambönd endast lengi því þau þola hvort annað útaf þeim líka kostina og gallana við hvort annað.
Jæja ;) þá er það búið :P kanski er þetta bara bull, bara hugdetta.
Btw.. sjáið “Just Friends” í alvöru þarna einu atriðinu(TANNKREMSATRIÐINU) þá fkn táraðist ég og lá á stólarminum ég hló svo mikið haha en stelpan sem ég fór með fannst það ekkert fyndið :/
Þeir geta það en það er þá mjög sjaldan sem þeim finnst stelpan þá allavega ekki hott. Ég á fullt af strákavinum sem eru eitthvað hrifnir af mér en svo er hægt að finna gaura sem þúst hafa aldrei verið með stelpum og þeir eru sko nice gæjar sko, það eru alvöru bestu vinir mínir skommz;P Hugga*
Já örugglega, en strákar og stelpur hafa mismunandi áhugamál og leiðir til að tjá sig og vera og svona, þannig að það er líklega erfitt að eignast mjög góða vini af hinu kyninu. Auk þess eru alltaf góðar líkur á að annar aðilin vilji á einhverju tímapunkti meira. Góðir kunningjar af hinu kyninu eru hinsvegar eitthvað sem létt er að eignast, finnst mér allvega..
Ég á mikið af stráka vinum… kýs það eiginlega :P Get viðurkennt það að sumum hef ég orðið hrifin af og sumir orðið hrifnir af mér… meira segja búin að sofa hjá sumum en flestir eru enn bara VINIR :P
Meirihlutinn af mínum vinum eru strákar. Ég er reyndar soldið heit fyrir einum þeirra en samt, hinir eru bara vinir. Einn er æskuvinur minn og ég er alveg 100% á því að ég er ekki, var ekki og verð ekki hrifin af honum. Jú jú, það eru alveg sterkar tilfinningar núna þegar að við erum aftur að verða eins góðir vinir og við vorum [hann flutti] en ekkert á rómantísku nótunum. Hinum kynntist ég ekki almennilega fyrr en núna í nóvember og þeir eru allir frábærir og mér finnst þeir allir frekar myndarlegir en ég er ekki ‘attracted’ eða neitt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..