Margir kannast við ólguna sem fylgir því að vera ástfanginn,
þegar lífið snýst um einhvern annan,
hvar, hvenær og hvernig hann eða hún er.
Þetta ástand hefur löngum verið tengt sterkum tilfinningum og ólgandi ástríðum.
Nýlegar rannsóknir benda til þess að það að vera ástfanginn hafi ekkert að gera með tilfinningar og það sem meira er:
Heldur ekkert með kynlíf eða losta. Vísindamenn sem skoðuðu myndir af heilastarfsemi núlega ástfanginni einstaklinga hafa komist að því að sá sem er ástfanignn eins og það lýsisr sér fyrstu mánuðina er fjarri rökhyggjusvæðum heilans og kemur kannksi fáum á óvart.
En það kemur samt kannksi meira á óvart að ástin fysrtu mánuðina á heldur ekki heimasvæði í tilfinningahluta heilans og ekki einu sinni það sem kynlöngun ig losti hefur aðsetur.
Sóttheita ástin sem rænir fólk svefn og mat lifir og hrærist á sama stað í heilanum og fíknirnar.
Rannsóknin fór þannig fram að 17 háskólanemar sem höfðu allir nýlega orðnir ástfangnir voru látnir skoða ljósmyndir,
annarsvegar af ástarviðfangi sínu og hins vegar af góðum kunningja.
Þegar tilraunadýrin störðu á mynidna af ástinni sinni virkjuðust sömu svæði í heilanum og eru virk þegar fíkn er til staðar en lítil virkni sást á tilfinningasvæðunum eða þar sem æxlunarþorfin býr.
Þegar rannsóknin var endurtekin á fólki sem hafði verið í ástarsambandi lengur en í 8 mánuði mátti sjá mun meiri virkni á tilfinningasvæðum í heilanum.
Fyrstu stig ástarinnar hafa hinsvegar sömu áhrif á heilann og aðrar fíknir.
Eins og þegar um fíkniefni er að ræða þá þarfnast sá sem er ástfanginn stöðugt stærri skammta af ástinni sinni og endar jafnvelá því að giftast honum eða hennitil þess að fá fullan skammt.
Einnig má greina persónuleikabreytingarog fráhvarfsenkenni.
Óendurgoldin ást getur valdið fráhvarfseinkennum eins og þunglyndi,
vanlíðan,
áráttuhegðun (eins og að sitja um viðkomandi)
og jafnvel þauða. Ástarsorg er því ekkert annað en fráhvarfseinkenni frá þeim sem maður elskar á þennan hátt.