Já, vandamál og ekki vandamál.
Ég er í fyrsta sambandinu mínu núna, erum búin að vera saman í rúmlega mánuð og í því fína með það, ég ánægð og vonandi hann líka.
Við getum ekki hisst oft vegna búsetu, ég er á Akureyri og hann er í bænum. Það er vandamál.
Þannig er málið að þegar ég er ekki að tala við hann, minnkar áhuginn… Svo þegar ég hitti hann eða tala bara við hann þá hoppra hann uppá yfirborðið aftur og þá langar mig bara að vera hjá honum og allr fyrir hann gera, sem er gott. Því mér þykir þvílíkt vænt um þennan strák, hann er fullkominn kærasti, málið er bara.. ég get hugsað mér framtíðina með honum, þetta er strákurinn sem mig langaði að enda með að lokum og eignast börn með og svo framvegis.
Hann kom bara svo andskoti snemma, mig langar ekkert að vera bundin.. það er margt sem ég á eftir að kanna, mörg typpi og margir kossar þarna úti sem mig langar að hafa aðild að, ég hef alltaf verið svona, haft gaman af því að vera laus og liðug og getað bara hoppað á milli og þið skilgreynið það kanski sem “hóru” en maður er bara ungur einu sinni og ég vil bara njóta þess á minn hátt.
En já, hann kom snemma, mig langar að vera laus og liðug en langar samt að vera með honum. Mér þykir ótrúlega vænt um hann og langar alls ekki að slíta sambandinu, en langar samt ekki að hanga bara í sambandinu hans vegna..
Spurning að láta hann missa áhugann og láta hann segja mér upp, mig langar það samt ekki!
Þetta er flókið.
Oh, ef ég hefði bara kynnst honum eftir tæplega 10 ár þá væri ég sátt.
Var bara aðeins að létta af mér, ef þið hafið einhver ráð.. Þá endilega shoot!