Þannig er mál með vexti að ég þekki þessa stelpu, ég er búinn að þekkja hana nokkuð lengi og við erum alveg ágætis vinir þótt við hittumst sjaldnar en við gerðum þegar við kynntumst fyrst.
Allavega ég er búinn að vera hrifinn af henni í einhvern tíma og veit ekki hvort ég ætti að segja henni þetta því ég er ekki viss hvort þetta sé ást eða þráhyggja.
Því spyr ég ykkur, hver finnst ykkur vera munurinn á ást og þráhuggju?