Svo fer hann alltaf að baila á mér segir að það sé vegna þess að hann sé svo tilfinningalega lokaður, ég sætti mig svona eiginlega við það.
Ofan á þetta er pabbi minn mjög veikur og ég er búin að eiga mjög bágt vegna þess en hann hefur ekki getað tekið tillit til þess, svo núna í kvöld sagði hann mér upp í SMS-i og gat ekki einu sinni gefið mér góða skýringu, svo eftir að ég er búin að reyna fá hann til að svara mér (hann skellti meira segja nokkrum sinnum á mig) þá segir hann mér að hann hafi aldrei virkilega elskað mig, heldur hafi hann verið í svo miklu tilfinningalegu rugli að hann hafi haldið það.
Sem sagt í fjóra mánuði hélt ég að þessi drengur elskaði mig en málið var að hann var bara ekki viss!!!!
Svo gerir hann þetta rétt fyrir jól, nógu slæmt að pabbi sé þetta veikur og jólin hefðu hvort eð er ekki verið góð verða þau núna enn verri.
Varð bara að koma þessu frá mér, ég veit að ég er miklu betur sett án hans, hefði líklega aldrei náð að treysta honum fyllilega, en það er bara hvernig hann gerði þetta og tímasetningin. ;(
Að vera eða ekki vera?…. Er það virkilega spurningin?