Titillinn segir allt.
Ég er hrifinn af stelpu sem er mjög lík mér. Við erum bæði proffar fílum svipaða tónlist og erum bæði mikið í íþróttum o.s.frv.
Eina vandamálið er feimni. Ég lýt kannski ekki út fyrir að vera feiminn ég á góða vini, ég er sá eini sem geng ekki í gallabuxum í bekknum(ég geng í íþrótta fötum) ég er líka sá eini sem fílar ekki sömu músík og hinir og ég er einn af fáum sem er ekki alltaf að sleikja mér uppvið “coolaðasta” gaurinn í bekknum. Þetta vita allir og ég er ekkert hræddur við að segja að ég þoli ekki eitthvað sem hinir allir hinir fíla.
Samt þegar kemur að stelpum þá er ég ekki svona. Ég get talað við stelpur meira að segja þessa sem ég er hrifinn af en ég get bara ekki hafið samtal. Það er aðal málið. Ég get ekki komið að henni og spurt hvaða tími er næst eða hvað á að læra heima því að það er ég sem er alltaf að svara þessum spurningum og það myndi vera augljóst ef ég myndi spyrja að þessu.
Ef þið viljið fá nánari upplýsingar þá getið þið sennt einkaskilaboð.